mánudagur, febrúar 27, 2006

magnaður Manudagur:)

Mánudagar eru náttúrulega skemmtilegustu dagar vikunnar, byrjun á vikunni og allt sem maður þarf að gera þarf helst að gerast á mánudegi. helgin fer í að plana það sem maður þarf að gera í komandi viku og auðvitað vill maður klára það sem fyrst og því þarf allt að gerast á mánudegi. .
annars var helgin yndisleg, helgin byrjaði reyndar á fimmtudegi með árshátíð laganema og var það þó ég segji sjálf frá alveg ótrúlega velheppnuð árshátíð. Mæli eindregið með hljómsveitinni BUFF!!!! Síðan á föstudeginum flaug maður norður yfir heiðar í góða veðrið, þið sem þekkið akureyringa vitið að það er alltaf besta veðrið þar allan ársins hring, en svona án gríns þá var ótrúlega gott veður ;) Þar tók við flutningar og málningarvinna í þynnku :S
Alltaf samt jafn yndislegt að fara heim í faðm fjölskyldunnar þegar maður á svona magnaða familí ;)
en það sem beið mín þegar ég kom heim var bara Nauðungasöluverkefni í þeim skemmtilega kúrs Fullnusturéttarfari :( Þannig að það er bara einmtóm gleði sem bíður manns :)

chao chao

Músin

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim