fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Annar heimur

Það er að vera hérna í S- Ameríku og upplifa kerfið hérna gleymist seint ef nokkurn tímann. Pabbi liggur hérna á besta einkareknasjúkrahúsinu í Santiago þar sem búa n.b. 5 milljónir. Ég myndi ekki leggjast inn á þetta sjúkrahús þó að mér yrði borgðaðar ansi margar milljónir. Heilbrigðiskerfið hérna er eins og flest hér, gríðarlega stéttaskipt! Peningar eins og svo oft áður eru það sem skipta máli, ef að þú átt ekki pening þá máttu gjörogsvovel og fara inn á public spítala þar sem á hverjum degi deyr fólk m eðan það er að bíða eftir þjónustu. Maður áttar sig engann veginn á því hversu lánsöm við erum með okkar kerfi. Sjúkrashúsin heima er í fyrsta lagi bara eins og Hilton miðað við sjúkrahúsin hér , í öðru lagi greiða skattarnir okkar þjónustuna þannig að það er ekki mismunin í gangi. Hér er rukkað fyrir hvern bómull, hvern plástu bara einfaldlega ALLT. Það mætti því segj að það kostaði að anda hérna! Því miður er það oft eitthvað svona sem að gerir það að verkum að maður fattar hversu miklu forréttindalífi maður lifir. Annað sem að mér finnst ótrúlegt er að öll slökkviliðsþjónusta hérna er unnin í sjálfboðavinnu, ef að það kviknar í eru það sjálfboðaliðar sem stökkva til, í 5 milljónamanna borg sér ríkið ekki til þess að hægt sé að starfrækja slökkvilið! Það að búa við öryggi, góða heilbrigðisþjónustu, góða menntun osfrv. eru gríðarleg forréttindi! Enn það eru hinsvegar einnig forréttindi að fá að kynnast fólkinu hérna, það er yndislegt, ég er náttúrulega bara búin að eignast nýja fjölskyldu og gríðalega stóra , ég man ekki einu sinni nöfnin á öllu þessu fólki , marcela, berta, viktor , carlos, carolina, felippe, pablo, osfvr. Það sem einkennir þetta fólk er gleði og hlýja , allir kyssast og faðmast bæði þegar það hittist og þegar það kveður.

ég læt heyra frá mér fljótlega, á morgun fáum við útúr vefsýnatökunni og þá vitum við hvaða skref eru næst

saludos frá Chile

Sandra

mánudagur, september 25, 2006

Hvað er betra enn...


Að vakna upp um miðja nótt með martröð.. vakna svo kl.6.30 .. fara í 3faldan skattréttatíma kl.8 að morgni fyrir fyrsta kaffibollan og fyrstu rettuna.. gera eitt stykki verkefni í hjúskaparétti ... gera eitt verkefni í markaðsfræði.. koma heim seint og síðar meir örmagna eftir þrautir dagsins og klósettið stíflað!!!!
Er reyndar í töluðum orðum með fúnksjónandi klósett, eftir að hafa hringt 911 stífluþjónustuna... superstífluman mætti á svæðið í hönskum upp að öxlum og reddaði málunum , er nokkuð sátt við skjót viðbrögð 911..
.. auglýsi hér með opna daga á salerninu í bárujárnshúsinu við bergþórugötuna... heitt á könnunni og nýbakaðar vöfflur..

Ég á skilið thule!!!

góðar nætur

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Komin aftur i menninguna

Jæja þá er maður aftur kominn í borg óttans... eftir að hafa dvalið í bómul landsbyggðarinnar í sumar.. sem var reyndar ágætt en hefði ekki getað hugsað mér að vera þarna mikið lengur.. ágætt í ákveðin tíma..
Nú er bara skólinn tekinn við og er það ágætistilbreyting frá vinnunni. Fínt að setjast aftur á skólabekk og hitta alla skólafélagana aftur. Ætla mér nú að vera duglegri við að blogga en ég hef verið í sumar..
enn þangað til næst

Komin aftur i menninguna

Jæja þá er maður aftur kominn í borg óttans... eftir að hafa dvalið í bómul landsbyggðarinnar í sumar.. sem var reyndar ágætt en hefði ekki getað hugsað mér að vera þarna mikið lengur.. ágætt í ákveðin tíma..
Nú er bara skólinn tekinn við og er það ágætistilbreyting frá vinnunni. Fínt að setjast aftur á skólabekk og hitta alla skólafélagana aftur. Ætla mér nú að vera duglegri við að blogga en ég hef verið í sumar..
enn þangað til næst

föstudagur, júlí 21, 2006

Einn , tveir , Akureyri!!

Eins og sést á bloggleysinu mínu þá er gríðarlegt stuð hérna á Akureyri og fullt að gerast :/ shæse hvað ég hlakka til að komast í borgina aftur !!!

músin

fimmtudagur, júní 08, 2006

Í sol og sumaryl

Já veðrið er guðdómlegt hérna norðan heiða, held að maður þurfi bara ekkert að skella sér til sólarlanda í sumar ;)

fimmtudagur, júní 01, 2006

Risin upp fra bokunum

Sumarið kom bara hérna á Akureyri með próflokunum mínum. Veðurguðirnir að fagna með mér:) Annars gerist lítið hér norðan heiðaí, en ég læt ykkur vita ef eitthvað merkilegt gerist. Gæti hins vegar skellt nokkrum góðum kjaftsögum hér inn , þær lifa alltaf góðu lífi hér í smábænum!

Mikil vinna framundan, sól, grill og aðeins 16 dagar í að Ragnheiður Ugla verður 2 ára... tíminn flýgur... tvö ár síðan maður var að bruna upp á fæðingardeildina upp á skaga á 17.júní...

þangað til næst..

mánudagur, maí 22, 2006

Uppskrift að goðum degi...


Já ég get nú gefið ykkur eina þrælgóða..
Vakna kl.6.30 .. jæja allt í góðu með það , nei líta svo útum gluggan vitandi það að maður eigi eftir að rölta með prinsessuna í leikskólann.. og það sem blasir við manni er bara HRÍÐ!!! já góðir hálsar bullandi snjókoma og 300 vindstig og mínus 15 gráður, í lok maí. Tek það fram að þegar ég var að pakka fyrir Akureyrarferðina datt mér ekki til hugar að taka hlýjan fatnað með mér þar sem það er eins og allir vita ALLTAf gott veður á Akureyri, ég pakkaði því bara blankskóm og eina yfirhöfnin sem ég tók með var fína kápan mín úr Karen millen, Þannig að dressið sem varð fyrir valinu til að vaða snjóinn var eina hlýja peysann sem ég var með , Karen millen kápan og Vans skór .. SMART!!!! Svo var það bara að lata vaða útí snjóinn og 300 vinstigin, fyrir þá sem hafa ekki komið til Akureyrar þá eru þetta BARA brekkur, þanni gað ég druslaðist áfram með kerruna í eftirdragi og hor útá kinn, var svo alveg að nálgast áfangastaðinn kemur ekki bíll brunandi og beint ofan í poll og þar með var maður orðin blautur ofan á allt saman!! Svo kem ég veðurbarin inn á leikskólann og lít i spegil, og fatta að það var kannski ekki það gáfulegasta að setja á mig maskara mínutu áður en ég labbaði út um dyrnar ,þanni gað þarna stóð ég rennandi blaut í sparikápunni minni, í strigaskóm , með hor útá kinn og maskara upp á enni!!!

Góður byrjun á góðum degi