miðvikudagur, desember 28, 2005

Komnar til Boston

Jæja þá erum við loksins komnar til Boston baby.. Ferðin byrjaði vel þar sem drottningunum var úthlutað sætum í saga class á leiðinni út og það átti vel við drottningarnar og erum við búnar að taka ákvörðun um að ekkert minna dugi í komandi ferðalögum hehehe;) En síðan fór að halla undan fæti þegar kom að því að tjékka sig inní svítuna sem búið var að panta.. sem reyndist alls ekki svíta þegar komið var á hótelið. Illa lyktandi fataskápur væri betri lýsing á því og LENGST út í rassgati .. þetta var bara eins og vera planta upp á kjalarnesi þar sem ekkert var að sjá svo langt sem auga eygði.. En við vorum núekki lengi að redda því.. hringdum á Plaza hotel down town Boston til að halda standardinum uppi eftir Saga Class sætin. Tjékkuðum okkur út af rusl hótelinu, fengum endurgreitt og beint í leigara niðrí bæ. Þegar drotningarnar örkuðu inn á Plazað blasti við okkur fögur sjón, bara það fegursta sem við höfum séð lengi. Nú er klukkan hjá okkur 22:00 og erum á leiðinni að fá okkur í gogginn eftir langt ferðalag. Erum í bullandi góðum stemmara og hlökkum til að kíkja örlítið í búðir á morgun

tata

Sandra og Gunna Dís

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott ad heyra ad allt gengur vel. Tid verdid ordnar fraegar i USA tegar tid yfirgefid stadinn! Goda skemmtun.Ekki versla yfir ykkur!

8:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gamann að heyra að allt gengur vel. Njótið ykkar bæjo

5:36 e.h.  
Blogger Mæja tæja sagði...

*öfund*
en njótið ykkar í sólinni og nýtið okkur lágt gengi dollarans.
Takk fyrir jólakveðjuna Sandra mín.
fylgist spennt með og bíð eftir póstkorti.
kv. Mæja

8:30 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim