föstudagur, mars 03, 2006

Skitakuldi

Það er engu lagi líkt hvað það er orðið ógeðslega kalt hérna á klakanum...brrrrrrrrrrrr... Það er svona veður sem manni langar bara mest að vera heima undir sæng með heitt kakó:) Nú er helgin að ganga í garð , aftur.. Það er alltaf helgi , alltaf.. maður er varla búinn að snúa sér við þá er komin helgi aftur.. Plön helgarinnar er að fara með prinsessuna í sund og í húsdýragarðinn, slappa af og reyna að læra eitthvað smá ef að andinn kemur yfir mann. Stefni að því að koma endurnærð útúr þessari helgi.. Velhvíld og tvíefld í lærdóminn. Maður verður nú að fara byrja á þessari blessuðu BA ritgerð ekki seinna en vænna þar sem er ótrúelga stutt í skil.. Já tíminn flýgur hratt

miðvikudagur, mars 01, 2006

Pikursögur


Til hamingju með daginn!! í dag er V-dagurinn og í því tilefni er verið að setja upp Píkusögur með alþingiskonunum okkar í borgarleikhúsinu. Hlakka mikið til að sjá það í kvöld. Löngu orðið uppselt þannig að ég held að hún Hildur mín geti nú ekki annað en verið ánægð með þetta allt saman. Frábært framtak!!!
Mæli með að fólk kíkji inn á síðuna www.vdagur.is og kynni sér í tilefni dagsins fyrir hvað þessi samtök standa.


ofurmúsin

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Sma væmni og hollrað a þriðjudegi :)

Dönsum eins og enginn sé að horfa.

Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn. Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga. Við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.
Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viður-kenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á hverjum degi.
Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt væri í þann mund að hefjast - hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt. Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það er engin leið til að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með..og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum!
Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú sért búinn að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu, sumrinu, haustinu, vertinum. Hættu að bíða eftir því að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.. Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt núna, til að vera hamingjusamur…..
Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður.
Í dag er tími til að; vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa…..

mánudagur, febrúar 27, 2006

magnaður Manudagur:)

Mánudagar eru náttúrulega skemmtilegustu dagar vikunnar, byrjun á vikunni og allt sem maður þarf að gera þarf helst að gerast á mánudegi. helgin fer í að plana það sem maður þarf að gera í komandi viku og auðvitað vill maður klára það sem fyrst og því þarf allt að gerast á mánudegi. .
annars var helgin yndisleg, helgin byrjaði reyndar á fimmtudegi með árshátíð laganema og var það þó ég segji sjálf frá alveg ótrúlega velheppnuð árshátíð. Mæli eindregið með hljómsveitinni BUFF!!!! Síðan á föstudeginum flaug maður norður yfir heiðar í góða veðrið, þið sem þekkið akureyringa vitið að það er alltaf besta veðrið þar allan ársins hring, en svona án gríns þá var ótrúlega gott veður ;) Þar tók við flutningar og málningarvinna í þynnku :S
Alltaf samt jafn yndislegt að fara heim í faðm fjölskyldunnar þegar maður á svona magnaða familí ;)
en það sem beið mín þegar ég kom heim var bara Nauðungasöluverkefni í þeim skemmtilega kúrs Fullnusturéttarfari :( Þannig að það er bara einmtóm gleði sem bíður manns :)

chao chao

Músin