fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Annar heimur

Það er að vera hérna í S- Ameríku og upplifa kerfið hérna gleymist seint ef nokkurn tímann. Pabbi liggur hérna á besta einkareknasjúkrahúsinu í Santiago þar sem búa n.b. 5 milljónir. Ég myndi ekki leggjast inn á þetta sjúkrahús þó að mér yrði borgðaðar ansi margar milljónir. Heilbrigðiskerfið hérna er eins og flest hér, gríðarlega stéttaskipt! Peningar eins og svo oft áður eru það sem skipta máli, ef að þú átt ekki pening þá máttu gjörogsvovel og fara inn á public spítala þar sem á hverjum degi deyr fólk m eðan það er að bíða eftir þjónustu. Maður áttar sig engann veginn á því hversu lánsöm við erum með okkar kerfi. Sjúkrashúsin heima er í fyrsta lagi bara eins og Hilton miðað við sjúkrahúsin hér , í öðru lagi greiða skattarnir okkar þjónustuna þannig að það er ekki mismunin í gangi. Hér er rukkað fyrir hvern bómull, hvern plástu bara einfaldlega ALLT. Það mætti því segj að það kostaði að anda hérna! Því miður er það oft eitthvað svona sem að gerir það að verkum að maður fattar hversu miklu forréttindalífi maður lifir. Annað sem að mér finnst ótrúlegt er að öll slökkviliðsþjónusta hérna er unnin í sjálfboðavinnu, ef að það kviknar í eru það sjálfboðaliðar sem stökkva til, í 5 milljónamanna borg sér ríkið ekki til þess að hægt sé að starfrækja slökkvilið! Það að búa við öryggi, góða heilbrigðisþjónustu, góða menntun osfrv. eru gríðarleg forréttindi! Enn það eru hinsvegar einnig forréttindi að fá að kynnast fólkinu hérna, það er yndislegt, ég er náttúrulega bara búin að eignast nýja fjölskyldu og gríðalega stóra , ég man ekki einu sinni nöfnin á öllu þessu fólki , marcela, berta, viktor , carlos, carolina, felippe, pablo, osfvr. Það sem einkennir þetta fólk er gleði og hlýja , allir kyssast og faðmast bæði þegar það hittist og þegar það kveður.

ég læt heyra frá mér fljótlega, á morgun fáum við útúr vefsýnatökunni og þá vitum við hvaða skref eru næst

saludos frá Chile

Sandra