miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Manuður dauðans

Maður er eitthvað voðalega andlaus þessa dagana..
Árshátíð á morgun og treysti því að þar verði stuð, þar sem laganemar og áfengi koma saman er alltaf partý...
Lofa allavega skemmtilegum myndum :)
Bjarney vinkona kom í dag með litlu prinsessuna sína sem er eitt fallegasta barn í heimi og ég fékk að passa hana í morgun og hún bara lúrði , þau gera náttúrulega ekki mikið annað á þessum aldri. Man ekki eftir því þegar Ugla var svona lítil þetta gerist svo fljótt. Fyrst eru þau svo hljóðlát og friðsæl og þú ert varla búin að snúa þér við þegar þau eru farin að hlaupa um og rífa kjaft:) Áður en maður veit af verða þær farnar að heimta Diesel buxur og pening og farnar að draga bólugrafna, nefstóra drengi inn á heimilið;)
En það er gott að það eru allvega nokkur ár í það hehehe..

Fer heim í heiða dalinn í þynnku á föstudaginn .. þannig að ég segji bara góða helgi