fimmtudagur, desember 29, 2005

Powershopping

V aknað var kl.8 í morgun og við örkuðum hérna útaf hótelinu kl.9.30 og beint í mall... þar vorum við í heila 9 klukkutíma og versluðum örlítið;) Ekki mikið samt!!! síðan var farið hér á hótel barinn og fengið sér tveir cosmós og síðan fórum við á notrh end og á ítalska hverfið og fengum okkur gott sesarsalat og vont lasagnee. Eftir það var arkað á Gipsy bar, þar sem eingöngu var spilað latino music sem var góð upphitun fyrir south america ;) Þar var fengið sér örlítið í litlu tánna og erum komanr núna upp á hótel mökkölvaðar í góðum fíling og hlökkum til ferðalagsins á morgun til CHILE:) CHILE here we come.. :)

miðvikudagur, desember 28, 2005

Komnar til Boston

Jæja þá erum við loksins komnar til Boston baby.. Ferðin byrjaði vel þar sem drottningunum var úthlutað sætum í saga class á leiðinni út og það átti vel við drottningarnar og erum við búnar að taka ákvörðun um að ekkert minna dugi í komandi ferðalögum hehehe;) En síðan fór að halla undan fæti þegar kom að því að tjékka sig inní svítuna sem búið var að panta.. sem reyndist alls ekki svíta þegar komið var á hótelið. Illa lyktandi fataskápur væri betri lýsing á því og LENGST út í rassgati .. þetta var bara eins og vera planta upp á kjalarnesi þar sem ekkert var að sjá svo langt sem auga eygði.. En við vorum núekki lengi að redda því.. hringdum á Plaza hotel down town Boston til að halda standardinum uppi eftir Saga Class sætin. Tjékkuðum okkur út af rusl hótelinu, fengum endurgreitt og beint í leigara niðrí bæ. Þegar drotningarnar örkuðu inn á Plazað blasti við okkur fögur sjón, bara það fegursta sem við höfum séð lengi. Nú er klukkan hjá okkur 22:00 og erum á leiðinni að fá okkur í gogginn eftir langt ferðalag. Erum í bullandi góðum stemmara og hlökkum til að kíkja örlítið í búðir á morgun

tata

Sandra og Gunna Dís

þriðjudagur, desember 27, 2005

Boston here we come

Jæja þá hefst ferðalagið í dag. Við fljúgum til Boston í dag og verðum þar til 29.des og síðan fljúgum við til Chile.. ég er nú ekki alveg að átta mig á þessu.. þetta verður ævintýri. En allavega þá ákvað ég bara að opna bloggsíðu í stað þess að vera senda 100 email. Þannig að fólk getur fyglst með ferðum okkar á þessari síðu..

ekki meira í bili ég skrifa meira þegar við verðum komnar út

kv
sandra