mánudagur, mars 06, 2006

Helgin sem leið

Jæja þá er helgin búin. Mikið afslappelsi um helgina...:) Þannig að maður kemur endurnærður inn í nýja viku.
Við mægður dúlluðum okkur um helgina fórum í sund og í góða göngutúra. Svo var bara glápt á imbann á kvöldin og farið snemma að sofa. Horfði á ídolið þar sem Nana var kosinn út, að minni skoðun eingöngu útaf því að hún var ánægð m eð sig og lét það í ljós þegar hún fór í spjall ti Simma og Jóa. Íslendingar eru svo miklir meðalmennskumaurar að þeir fíla ekki ef að fólk er ánægt með sig og lætur það í ljós. Þá er það fólk ekki í meðalmennskuboxinu sem meirihluti þeirra sem horfir á idol er í. Það kýs þá frekar sæta gaurinn sem getur ekki sungið, frekar en einhverja lesbíska píu sem finnst hún vera flott og er ekki feimin við að sýna það. Týpískir íslendingar!!!!
mæli með að allir lesi bókina When veronika decides to die... Þar sem er tekin góð pæling á boxunum sem að við skilgreinum okkur eftir og alla í kringum okkar. Ein besta bók sem að ég hef lesið...!!!
Svo er bara lærdómur og BA ritgerðarskrif í þessari viku. Er farin að hlakka til þess að komast í sumarfrí , farið að birta svo mikið að það er bara komið vor í mann:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim