laugardagur, apríl 22, 2006

Þjoðarbokhlaðan, bokasafn allra landsmanna NOT!!


Vá hvað ég get pirraði mig á þessari blessuðu stofnun. Í fyrsta lagi má maður bara þakka fyrir að fá að stíga fæti þar inn , gott ef að maður getur ekki átt það á hættu að vera bara stoppaður, strippaður og gerð á manni líkamsleit áður en manni er hleypt inn. Jú þegar maður labbar inn bíður manns, fínasta húsgagn safnsins síðustu 100 ár, kallinn í lopapeysunni, sem hóstar alltaf í símann þegar hann svarar í hann. Jú maður nær svona að læðast með veggjum hérna upp á 3 hæð en verður náttúrulega að ganga úr skugga um að síminn manns sjáist ekki og hvað þá vatnsflaskan sem maður er búinn að dulbúa sem bók. Því alltaf hvíla tortryggin augu starfsmanna á manni, halda að maður sé í þeim einum tilgangi hér til að stela mogganum eða eitthvað. Svo má maður að sjálfsögðu hrósa happi yfir að hafa komist hingað inn á annað borð þar sem maður er nú ekki nemandi í HÍ. Þjónustulundin hjá starfsfólkinu er náttúrulega bara að drepa það , , því jú þetta er nú einu sinni þjónustustofnun ekki vaxmyndasafn af gömlum bókasafnsfræðingum.

Ég var búin að lofa að skrifa næstu færslu í rími, en eins og gefur að skilja þá reyndist mér það frekar erfitt en kasta þó fram þessu rími í staðinn fyrir þig mæja mín og því hér með búin að standast áskorunina:)

Einn dag á hlöðuna ég gekk
og enga þjónustu fékk,
og því ekki fyrir minn smekk.

Starfsfólkið minnti á sekk
og sagði væk
og út ég gekk
og fór á bókasafnið upp í HR þar sem úrvalsþjónustu ég fékk.

mánudagur, apríl 17, 2006

Paskarnir a enda

Jæja þá er þetta stutta frí búið. Búin samt að gera helling, keyra útá leifstöð og tilbaka, fljúga til Akureyrar og aftur tilbaka á sama deginum, borða páskaegg, skúra, borða góðan mat,ryksuga, sofa.. , fara í langann göngutúr, horfa á stevie the tv, læra smá, slappa af, og njóta þess að gera EKKI neitt!!

Smá fróðleikur um af hverju við erum nú búin að vera í fríi. Maður gleymir því stundum..
Páskafróðleikur