laugardagur, apríl 22, 2006

Þjoðarbokhlaðan, bokasafn allra landsmanna NOT!!


Vá hvað ég get pirraði mig á þessari blessuðu stofnun. Í fyrsta lagi má maður bara þakka fyrir að fá að stíga fæti þar inn , gott ef að maður getur ekki átt það á hættu að vera bara stoppaður, strippaður og gerð á manni líkamsleit áður en manni er hleypt inn. Jú þegar maður labbar inn bíður manns, fínasta húsgagn safnsins síðustu 100 ár, kallinn í lopapeysunni, sem hóstar alltaf í símann þegar hann svarar í hann. Jú maður nær svona að læðast með veggjum hérna upp á 3 hæð en verður náttúrulega að ganga úr skugga um að síminn manns sjáist ekki og hvað þá vatnsflaskan sem maður er búinn að dulbúa sem bók. Því alltaf hvíla tortryggin augu starfsmanna á manni, halda að maður sé í þeim einum tilgangi hér til að stela mogganum eða eitthvað. Svo má maður að sjálfsögðu hrósa happi yfir að hafa komist hingað inn á annað borð þar sem maður er nú ekki nemandi í HÍ. Þjónustulundin hjá starfsfólkinu er náttúrulega bara að drepa það , , því jú þetta er nú einu sinni þjónustustofnun ekki vaxmyndasafn af gömlum bókasafnsfræðingum.

Ég var búin að lofa að skrifa næstu færslu í rími, en eins og gefur að skilja þá reyndist mér það frekar erfitt en kasta þó fram þessu rími í staðinn fyrir þig mæja mín og því hér með búin að standast áskorunina:)

Einn dag á hlöðuna ég gekk
og enga þjónustu fékk,
og því ekki fyrir minn smekk.

Starfsfólkið minnti á sekk
og sagði væk
og út ég gekk




og fór á bókasafnið upp í HR þar sem úrvalsþjónustu ég fékk.

8 Ummæli:

Blogger Mæja tæja sagði...

Glæsilegur árangur í ríminu hjá þér!!

En eru ekki einhver vensl við bókasafnið í HR??????

2:50 e.h.  
Blogger ofurmusin sagði...

já ég held að ég ætti bar að leggja rímið fyrir mig, rímskviður söndru:)

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já... mikið dásamlega er ég sammála þér Sandra mín...
helvítis, kynbælda, kynsvelta, "þjónustupakk" uppi á hlöðu.. Maður veltist á milli þess að vorkenna greyjunum.. fyrir það að fá aldrei svo mikið sem hálfan drátt.. þar sem geðillskan og ógleðin skín af þeim og bitnar á hverjum.. jú auðvitað okkur HR aumingjunum... eða manni langar hreinlega að missa hnefann í fýlu-smettið á þeim.. hm.. hvort ætli myndi virka betur...
Kv. M

4:03 e.h.  
Blogger Mæja tæja sagði...

Ég kann vel við bókhlöðuna. Hef alltaf lent á mjög kurteisu og hjálplegu fólki, sem vinnur þar. Mér finnst líka ekki að það eigi að gagnrýna starfsfólk einungis fyrir að vera búið að starfa lengi á sama staðnum.
Og hvort þetta fólk er kynbælt eða kynsvelt kemur okkur bara ekki við!!

2:15 e.h.  
Blogger ofurmusin sagði...

það er náttúrulega bara fact að þú færð ekki jafn "góða" þjónustu ef að þú ert ekki nemandi í HÍ. Ég hef líka ekkert á móti því að fólk sé búið að vinna lengi á sama staðnum, en fólk verður oft staðnað sem,er búið að vera í sama jobbinu lengi og þarf því að vera meðvitað fyrir því að það gerist ekki eins og mér finnst hafa gerst í mörgum tilfellum þarna upp á hlöðu. Hvort sem það er kynsvelt eða ekki hef ég enga skoðun á

2:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jámm og jæja.. hvað kynsveltu eða bælingu varðar vil ég taka fram að því var aðeins fleygt fram til að reyna að skýra hvers vegna þetta "góða" fólk kemur svona andskoti illa fram við þá sem leita til þeirra.. þjónustu"ógleðin" lekur af þeim. Það er víst vísindalega sannað að maður getur orðið ansi cranky við slíkt svelti sem annað svelti og því taldi ég allt eins líklegt að slíkt svelti væri að angra þau... hehe..
Kv. Maggs

11:30 e.h.  
Blogger Halli sagði...

Aldrei fann ég jafn mikið fyrir kynsvelti mínu eins og þegar ég var að læra undir stúdentprófin á bókhlöðunni.

Hot damn, ég held að það væri hægt að skera kynlífsspennuna á lessvæðunum með hnífi.
Þannig að (þótt mér komi það ekki við) þá kemur mér það ekkert á óvart þótt starfsfólkið verði pirrað, sé það kynsvelt (ekki gleyma, it's legal to be kynsveltur).


Getur verið að þetta fólk haldi að þið séuð framhaldsskólanemar? Það kom fyrir að maður var meðhöndlaður sem 2. flokks nemandi þegar maður var að læra undir prófin, einhverra hluta vegna.

2:55 e.h.  
Blogger ofurmusin sagði...

já Halli ég gleymdi náttúrulega alveg að taka það inn í myndina hvað maður er helvíti unglegur;)

Þó svo að í UK rétt sleppi maður í það að vera STILL A STUDENT hehehe..

3:13 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim