miðvikudagur, mars 15, 2006

gerðarþolabeiðandaaðfarafjarnamsaðför

Held að fullnusturéttarfar sé leiðinlegasta fag sem ég hef nokkurn tímann setið.. vibjóður.. svo finnst fólki skrýtið að fólk sem vinnur við þetta sé leiðinlegt. Þú getur náttúrulega ekki orðið neitt nema leiðinlegur við að vinna við þetta og ert leiðinlegur ef að þér finnst þetta skemmtilegt.
Eins og þið sjáið máli mínu til stuðnings þá er meira segja blogg um þetta leiðinlegt :/

mánudagur, mars 13, 2006

Mæli ekki með..

nýja strætókerfinu !!!!!!

sunnudagur, mars 12, 2006

Ef .... ef... ef...

Versta orð sem til er .. maður á aldrei að efast.. aldrei að lifa í efa.. Ef að maður gerir það þá held ég að maður verði of upptekinn af því sem hefði gerst EF að maður hefði gert eitthvað annað og gleymir að njóta þess sem maður er að gera og fylgja eftir þeirri ákvörðun sem að maður tók.

Aldrei að efast,maður tekur aldrei rangar ákvarðanir ef að manni finnst ákvörðunin vera rétt á þeirri stundu sem að maður tekur hana. Ef að hún virkar ekki þá tekur maður bara aðra ákvörðun.

Vonandi hafa allir átt góða helgi :)