mánudagur, maí 22, 2006

Uppskrift að goðum degi...


Já ég get nú gefið ykkur eina þrælgóða..
Vakna kl.6.30 .. jæja allt í góðu með það , nei líta svo útum gluggan vitandi það að maður eigi eftir að rölta með prinsessuna í leikskólann.. og það sem blasir við manni er bara HRÍÐ!!! já góðir hálsar bullandi snjókoma og 300 vindstig og mínus 15 gráður, í lok maí. Tek það fram að þegar ég var að pakka fyrir Akureyrarferðina datt mér ekki til hugar að taka hlýjan fatnað með mér þar sem það er eins og allir vita ALLTAf gott veður á Akureyri, ég pakkaði því bara blankskóm og eina yfirhöfnin sem ég tók með var fína kápan mín úr Karen millen, Þannig að dressið sem varð fyrir valinu til að vaða snjóinn var eina hlýja peysann sem ég var með , Karen millen kápan og Vans skór .. SMART!!!! Svo var það bara að lata vaða útí snjóinn og 300 vinstigin, fyrir þá sem hafa ekki komið til Akureyrar þá eru þetta BARA brekkur, þanni gað ég druslaðist áfram með kerruna í eftirdragi og hor útá kinn, var svo alveg að nálgast áfangastaðinn kemur ekki bíll brunandi og beint ofan í poll og þar með var maður orðin blautur ofan á allt saman!! Svo kem ég veðurbarin inn á leikskólann og lít i spegil, og fatta að það var kannski ekki það gáfulegasta að setja á mig maskara mínutu áður en ég labbaði út um dyrnar ,þanni gað þarna stóð ég rennandi blaut í sparikápunni minni, í strigaskóm , með hor útá kinn og maskara upp á enni!!!

Góður byrjun á góðum degi

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahaha sé þig alveg fyrir mér í anda!! Já það er nú ekkert spes veður eins og þú segir, maður sem hélt að loksins væri komið sumar. En það er víst aldrei hægt að treysta veðrinu á Islandi.

11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Heheh.. maður þarf ekki einu sinni að sjá þig fyrir sér í anda þar sem þú birtist í fréttum stöðvar 2.. bara örskot.. hehe en já sá þig þar DRAGNAST með kerruna.. samúð.. eina sem mér dettur í hug.... SAMÚÐ...
En hlakka til að hitta þig 2morrow..
Kv. Magga

2:20 e.h.  
Blogger ofurmusin sagði...

nei þetta fylgir því víst að búa á þessu skeri þ.e óútreiknanlegt veður!!

12:34 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim