mánudagur, september 25, 2006

Hvað er betra enn...


Að vakna upp um miðja nótt með martröð.. vakna svo kl.6.30 .. fara í 3faldan skattréttatíma kl.8 að morgni fyrir fyrsta kaffibollan og fyrstu rettuna.. gera eitt stykki verkefni í hjúskaparétti ... gera eitt verkefni í markaðsfræði.. koma heim seint og síðar meir örmagna eftir þrautir dagsins og klósettið stíflað!!!!
Er reyndar í töluðum orðum með fúnksjónandi klósett, eftir að hafa hringt 911 stífluþjónustuna... superstífluman mætti á svæðið í hönskum upp að öxlum og reddaði málunum , er nokkuð sátt við skjót viðbrögð 911..
.. auglýsi hér með opna daga á salerninu í bárujárnshúsinu við bergþórugötuna... heitt á könnunni og nýbakaðar vöfflur..

Ég á skilið thule!!!

góðar nætur

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja er manni sem sagt óhætt að fara að koma aftur í heimsókn, það var orðið svoltið þreyttandi að geta einungis stoppað milli pissustundna! ;)

9:17 f.h.  
Blogger Marta Margr� sagði...

Veistu Sandra. Verður bara að fara að setja inn færslu, þetta klósett er mjög un-apealing!

10:06 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim